Wagner í 200 ár-Tónleikar á Kjarvalsstöðum 26.maí klukkan 17.00

Þann 22. maí n.k. verða liðin 200 ár frá fæðingu Richards Wagners.  Í tilefni þess munu Anna Jónsdóttir sópran og Richard Simm píanóleikari halda tónleika á Kjarvalsstöðum, sunnudaginn 26. maí, klukkan 17.00.

Á dagskránni er fjölbreytt söngtónlist eftir Wagner, frönsk ljóð, Wesendonck lieder og aríur. Tónleikarnir hefjast á frönsku ljóðunum, sem eru frá fyrri hluta ferils Wagners,  og í kjölfarið koma aríur úr Lohengrin og Tannhäuser, samdar á fimmta áratug 19. aldar. Eftir hlé flytja Anna og Richard Wesendonck-ljóðin, samin við ljóð Mathilde Wesendonck, eiginkonu velgjörðamanns Wagnes, á árunum1877 og 1878.  Wesendonck-ljóðin voru að nokkru leyti eins konar formáli eða forstúdía að óperunni Tristan og Ísold og því er við hæfi að ljúka tónleikunum á aríu úr þeirri óperu, Mild und leise.

Wagner var maður leikhúss, hugsjón hans var að sameina listgreinar í eitt listform í gegnum leikhúsið (Gesamtkunstwerk). Verk hans eru oft innblásin af norrænni goðafræði og goðsögnum.. Það er því vel við hæfi að flytja tónlist hans á listasafni, ekki síst á safni Kjarvals innan um stórbrotin verk dulúðar og hulduheima, sem vekja upp samtal milli heima.

Almennt miðaverð: 2800

Fyrir námsmenn og lífeyrisþega: 2300

GONDÓLAGÆJAR OG GLÆSIPÍUR í Iðnó

email_gondoliers2GONDÓLAGÆJAR OG GLÆSIPÍUR í Iðnó

í uppsiglingu er sýning Nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík;

Gondólagæjar og glæsipíur

Sýnd í Iðnó, aðeins þrjár sýningar og væntanlega uppselt  á þær allar!

Frumsýning 11. mars kl. 20:30

2. sýning 12. mars kl. 20:30

3. sýning 13. mars kl. 20.30

Þetta verður stórskemmtileg sýning !
Fullt miðaverð er 2.800 – 25% afsláttarmiðar í Söngskólanum = 2.100
– afsláttarmiða þarf að panta í Söngskólanum 552 7366 / songskolinn@songskolinn.is
miðar á midi.is og Iðnó á fullu verði.